Skokkhópur fer af stað í Þorlákshöfn

Elfar Bragason, yfirskokkari

Elfar Bragason ætlar að endurvekja skokkhópinn sem var eitt sinn virkur í Þorlákshöfn og hvetur fólk til að taka þátt.

Það er nefnilega svo yndislegt að fara út að skokka og það er nefnilega líka svo yndislegt að gera það saman í góðum hóp. Mig langar að sýna ykkur sem hafið áhuga á að skokka að við getum æft saman sem hópur þótt við erum ekki á sama getustigi og samt bætt okkur sem einstaklingar. Endilega að mæta á mánudaginn 2/9 kl:17:30 fyrir utan íþróttamiðstöðina í hlaupa gallanum og þar útskýri ég betur hvernig við förum að. Planið er að hittast þrisvar í viku, mánudaga og miðvikudaga kl:17:30 og svo laugardaga kl:09:00. 

Elfar hvetur þá sem kunna að hafa einhverjar spurningar til að hafa samband við hann á facebook eða í síma 7896472.
Frábært framtak hjá Elfari!