Gul viðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt og hér á Suðurlandi gildir viðvörunin frá kl. 14:00 í dag til kl. 10:00 í fyrramálið.

Suðvestan 15-25 m/s, og hvassast með S-ströndinni. „ Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Útlit fyrir rigningu eða slyddu í fyrstu, en síðan él og hríðarveður um kvöldið og nóttina.“ Segir á vef Veðurstofunnar.