Skjálfti upp á 3,9 á richter í Ölfusi

Snarpur jarðskjálfti upp á 3,9 á richter varð í Ölfusi um klukkan 13:10 í dag. Upptök skjálftans voru við Grænhól í Ölfusi.

Í kjölfarið hafa orðið einhverjir eftirskjálftar og er hægt að reikna með fleiri slíkum í einhvern tíma.

Skjálftinn fannst víða á Suðurlandinu og fór hann ekkert framhjá íbúum Þorlákshafnar sem fundu vel högginu en margir íbúar tjáðu sig um jarðskjálftann á Facebook-síðunni Íbúar í Þorlákshöfn og Ölfusi.