Appelsínugul viðvörun seinnipartinn

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurlandið og verður hún í gildi frá klukkan 15 í dag og til miðnættis.

Gert er ráð fyrir norðaustan 20-28 metra á sekúndu, hvassast undir Eyjafjöllum með vindhviðum yfir 40 m/s í vindstrengjum við fjöll. Skafhríð með lélegu skyggni og ekkert ferðaveður en einnig er hætta á foktjoni.

Vert að nefna að það er nærri stórstreymt og vegna lágs loftþrýstings og áhlaðaneda má búast við óvenju hárri sjávarstöðu á flóði.