Ölfusingur höfundur framlags Íslands í Eurovison í ár

Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins fóru fram í gær. Systurnar Sigga, Beta og Elín báru sigur úr býtum með laginu Með hækkandi sól og verða fulltrúar okkar í Tórínó á Ítalíu í maí. Lag og texti er eftir Lovísu Sigrúnardóttur eða Lay Low en hún er búsett í Ölfusinu.

Einu sinni áður hefur lag eftir Ölfusing farið út fyrir Íslandshönd í Eurovison. Hallgrímur Óskarsson, lagahöfundur á einnig heima í Ölfusinu. Hann var höfundur Open Your Heart, sem var framlag okkar árið 2003. Birgitta Haukdal flutti það í Riga í Lettlandi og endaði í 8. sæti.

Ef einhver hefur ábendingar um fleiri Ölfusinga sem hafa farið í lokakeppni Eurovison, má sá hinn sami endilega hafa samband við okkur.

Hér er hægt að hlusta á lögin: