Snæfríður og stubbarnir á Fógetanum

snaefridurogstubbarnir_dv1994Ritstjórn Hafnarfrétta hefur skellt inn nýjum flokki á síðuna sem ber heitið Gamalt og gott. Við stefnum á að setja vikulega inn, á meðan birgðir endast, gamalt efni um Þorlákshöfn eins og t.d. blaðaúrklippur, auglýsingar og margt annað skemmtilegt. Ef þið lumið á gömlu og góðu efni sem myndi sóma sér vel hér á síðunni þá megið þið endilega senda okkur það á frettir@hafnarfrettir.is.

Fyrst til að ríða á vaðið er hljómsveitin Snæfríður og stubbarnir en hana ættu flest allir Þorlákshafnarbúar að þekkja, allavega þeir sem komnir eru yfir þrítugt. Þessi blaðagrein birtist í DV 17. september árið 1994.

Fógetinn í kvöld:
Snæfríður og stubbarnir spila

Hljómsveitin Snæfríður og Stubbarnir er fimm ára um þessar mundir og spilar á Fógetanum í kvöld. Að sögn meðlima sérhæfir sveitin sig í írskri ölgerðar- og drykkjutónlist þar sem húmorinn og gleðin er í fyrirrúmi.

Hljómsveitina skipa Torfi Áskelsson, gítarleikari og söngvari, Hermann Jónsson, gítar- og mandólínleikari og söngvari, RúnarJónsson, bassaleikari og söngvari, og Sigríður Kjartansdóttir, flautuleikari og söngvari.

Spilamennskan hefst kl. 11.