Hjörtur Már Ingvarsson heldur áfram að gera góða hluti á HM í sundi sem haldið er í Montreal í Kanada. Í gær keppti hann í 200 metra fjórsundi í flokki hreyfihamlaðra, S5.
Hjörtur endaði sundið í 10. sæti en hann synti vegalengdina á 3.55,06 mínútum og bætti þar með eigið Íslandsmet en það var 4.07,07. mínútur.
Glæsilegur árangur hjá drengnum sem bætir hvert íslandsmetið á fætur öðru.
Hjörtur lýkur keppni á Heimsmeistaramótinu, laugardaginn 17.ágúst, er hann keppir í 100 m skriðsundi.