Benedikt Guðmundsson sigraði í draumaliðsleiknum

Mynd / kki.is
Mynd / kki.is

Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs í körfubolta, er ekki einungis farsæll þjálfari í hinum raunverulega heimi heldur var hann einnig liðtækur í Draumaliðsleik Dominos þar sem hann bar sigur úr bítum í Dominos’s deild kvenna en svo skemmtilega vill til að hann lenti líka í öðru sæti. Sigurvegarar leiksins voru krýndir í Laugardalshöllinni síðastliðinn þriðjudag á landsleik Íslands og Búlgaríu.

Leikurinn sem fór af stað fyrir síðasta tímabil gekk út á það að hægt var að velja leikmenn úr Domino’s deildum karla og kvenna í lið og svo safnað stigum eftir frammistöðu þeirra í vetur. Leikmenn fengu stig eftir tölfræðinni sem tekin var á hverjum leik og hún yfirfærðist í stig og í draumaliðsleikinn.

Benedikt fékk í verðlaun Ipad 3 ásamt pizzugjafabréfi og þar sem hann lenti einnig í öðru sæti fékk hann landsliðsbúning og körfuboltaskó. Hér að neðan má sjá lokastöðu beggja deilda.

Domino´s deild kvenna
1. Benedikt Guðmundsson
2. Benedikt Guðmundsson
3. Aleksov Kolosov

Domino´s deild karla
1. Marel Guðlaugsson
2. Marel Guðlaugsson
3. Ívar Guðlaugsson