200.000 naglbítar, Jónas Sig og Fjallabræður á landsmóti lúðrasveita í Þorlákshöfn

landsmot01Landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita verður haldið í Þorlákshöfn 4.-6. október næstkomandi. Eins og margir hafa tekið eftir hafa lúðrasveitir landsins verið áberandi með popp/rokk hljómsveitum undanfarin misseri og verður því landsmótið með öðruvísi sniði að þessu sinni og verður slegið upp risa tónleikum með frábærum listamönnum sem munu koma fram með lúðrasveitunum.

Öllum lúðrasveitarmeðlimum verður skipt upp í þrjár stórar lúðrasveitir sem munu æfa hver með sínu poppbandi. Böndin eru 200.000 naglbítar, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar og Fjallabræður ásamt Sverri Bergman. Æfingarnar fara fram á föstudegi og fram á laugardag og á laugardagskvöldið mun svo íþróttahúsið breytast í tónleikahöll þar sem sannkölluð veisla fyrir eyru og augu verður í boði fyrir tónleikagesti.