Tína hringorma úr saltfiskinum í Meitlinum

myndir_timinn_juli1983Að þessu sinni í Gamalt og gott er það úrklippa úr Tímanum frá árinu 1983. Þarna má sjá myndir af fólki við störf sín í Þorlákshöfn. Myndirnar og textinn við þær tala sínu máli.

Mynd 1 Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir eiga verslunina Hildi í Þorlákshöfn og hafa rekið hana í 4 ár. Þetta er vörumarkaður og þau hjónin voru ánægð með reksturinn, sögðu að hann hefði gengið ágætlega og þorpsbúar hefðu greinilega kunnað að meta þá þjónustu sem verslunin veitir.

Mynd 2 Másbakarí tók til starfa í Þorlákshöfn á síðasta hausti. Eigandinn, Már Michelsen, var ekki við þegar Tímamenn bar að garði emda býr hann enn ásamt fjölskyldu sinni í Hveragerði, en er á leiðinni til Þorlákshafnar. Dóttir Más, Sigríður Michelsen, var við afgreiðslu og hún er hér á myndinni innan um brauð og snúða.

Mynd 3 Jóhanna Óskarsdóttir og Hulda Guðmundsdóttir eiga Bóka- og gjafabúðina við Unubakka og hafa rekið hana í 3 ár. Inga selur allskonar föt, snyrtivörur, skartgripi, lampa, rúmföt og handklæði.

Mynd 4 Þarna er einnig útibú frá apótekinu í Hveragerði til húsa og Ragna Ragnarsdótlir sér um afgreiðslu á lyfjum. Á myndinni sjást þær Ragna og Ingibjörg í sumarskapi enda var sól og blíða þegar Tímamenn heimsóttu þær.

Mynd 5 Guðjóni tókst að ná mynd af nokkrum starfsstúlkum Meitilsins þegar þær brugðu sér út á hlað til að kíkja aðeins á sólina í einni pásunni. Þær sögðu að aðalvinnan hjá þeim núna væri að tína hringorma úr saltfiskinum.