Hjörtur Már stórbætti íslandsmet sitt á HM

hjörtur
Mynd / mbl.is – Ómar Óskarsson

Hjörtur Már Ingvarsson, sundmaður úr Þorlákshöfn stórbætti íslandsmet sitt í 200 m skriðsundi í úrslitum á Heimsmeistaramóti fatlaðra sem fram fer í Montreal í Kanada.

Hann hafnaði í 7.sæti á tímanum 3:10,84 og bætti fyrra íslandsmet sitt um tæpar 6 sekúndur.

Þess má einnig geta að millitímar Hjartar í 50 og 100 metrum voru einnig íslandsmet í þeim vegalengdum.

Frábær árangur hjá þessum ótrúlega hæfileikaríka strák.

Það er skammt stórra högga á milli, því Hjörtur keppir í 200 m fjórsundi á fimmtudaginn, og svo á laugardaginn keppir hann í 100 m skriðsundi.