Reynismenn heimsækja höfnina

Knattspyrnufélagið ÆgirÍ kvöld fer fram mikilvægur leikur í 2. deildinni í fótbolta þegar Ægismenn taka á móti Reyni frá Sandgerði.

Bæði lið eru að berjast um að koma sér frá botnsætunum tveimur en Ægir situr í því níunda með sautján stig og Reynir í tíunda með sextán. Með sigri Ægismanna mun liðið ná að hífa sig frá botnbaráttunni og á sama tíma koma sér inn í baráttuna í efri hluta deildarinnar.

Reynir vann fyrri leikinn í Sandgerði 2-1 en samkvæmt Ægismönnum þá ætla þeir sér að gera betur í dag og hirða stigin þrjú sem í boði eru.

Leikurinn hefst stundvíslega klukkan 19:00 og hvetjum við fólk til að fjölmenna á völlinn.