Nýtt bakarí er tekið til starfa í Þorlákshöfn og er það Almar bakari sem sér um rekstur þess. Bakaríið er staðsett í sama húsnæði og áður á Selvogsbrautinni.
Almar rekur einnig bakarí á Selfossi og annað í Hveragerði þannig að sunnlendingar virðast kunna vel að meta það sem bakað er hjá Almari.
Bakaríið opnar klukkan 7:30 á virkum dögum og lokar klukkan 17. Á laugardögum verður opið frá 9 til 16. Í tilefni af Landsmóti lúðrasveita um helgina í Þorlákshöfn ætlar Almar að hafa opið frá 10 til 15 á sunnudaginn en annars verður bakaríið lokað á sunnudögum.