Leikfélag Ölfuss frumsýnir gamanleikritið Makalaus sambúð á morgun, föstudag, klukkan 20 í Ráðhúsi Ölfuss.
Leikritið fjallar á kómískan hátt um vinkonur í spilaklúbbi, gleði þeirra og raunir. Það gengur á ýmsu, ekki hvað síst þegar ofurhúsmóðirin Elísabet flytur inn til Margrétar sem er ekki alveg jafn skipulögð. Þá eru spænsku bræðurnir Manolo og Jesus ekki til að bæta samskipti milli vinkvennanna.
Miðasala hefst klukkustund fyrir hverja sýningu en hægt er að panta miða í síma 664-6454 og er miðaverð 2.000 kr.
Sýningardagarnir eru eftirfarandi:
föstudagur 18. október kl. 20.00 – Frumsýning
föstudagur 25. október kl. 20.00
þriðjudagur 29. október kl. 20.00
fimmtudagur 31. október kl. 20.00
þriðjudagur 5. nóvember kl. 20.00
fimmtudagur 7. nóvember kl. 20.00