Síðustu sýningarnar um helgina

makalaus_sambud02Í dag, föstudag, og á morgun verða loka sýningar Makalausrar sambúðar sem Leikfélag Ölfuss sýnir í Versölum.

Báðar sýningarnar hefjast klukkan 20 og er þetta síðasta tækifæri fyrir þá sem ætla sér að sjá verkið. Leikfélagið hefur gefið út að ekki verði fleiri sýningar.

Hægt er að panta miða í síma 664-6454 eða í hurð.