Dekkjum stolið frá Bíliðjunni

logreglan_selfossi01Aðfaranótt fimmtudagsins í síðustu viku var fjórum 38 tommu dekkjum stolið af lóð Bíliðjunnar í Þorlákshöfn sem er í eigu Gísla G. Þjófnaðurinn átti sér stað á milli kl. 04:10 og 04:30.

Mitsubishi L200 pallbíll sást á eftirlitsmyndavél fyrirtækisins og var þar maður á vappi um lóðina. Sjá mátti að eitthvað var á palli bílsins þegar hann ók í burtu en talið er að það hafi verið dekkin.

Lögreglan óskar eftir frekari upplýsingum um málið en hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvaða bíl er að ræða né hver hafi þarna verið á ferðinni. Þeir sem hafa einhverja upplýsingar um málið eru hvattir til að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.