Fróði skoraði á Smyril Line sem tók áskoruninni og skorar á Kuldabola!

Hér má sjá lið starfsfólks GÞ, Garðar, Ólínu skólastjóra og Ragnar, nýkomin upp úr sjónum.

Það var mikill hugur í sjó-boðsundsliði starfsfólks Grunnskóla Þorlákshafnar í dag þegar þau mættu til að æfa sig í höfninni, enda ætla þau sér ekkert annað en sigur! Fyrr í dag skoraði áhöfn Fróða á Smyril Line sem tóku áskoruninni fagnandi og er það Brynjar Gylfa sem ætlar að fara fyrir þeirra liði. Starfsmenn Smyril Line skorar á starfsfólk Kuldabola að mynda þriggja manna lið og keppa í sjó-boðsundskeppninni sem fram fer á sunnudaginn.

Það er ekki við öðru að búast en að Kuldaboli taki fljótt við sér og verður það þá áttunda liðið sem vitað er að taki þátt, en öllum er frjálst að skrá sig og er það gert hjá Björgunarsveitinni Mannbjörg í gegnum facebook síðu þeirra. Leikreglurnar má finna í fréttinni frá því fyrr í dag.