Frá undirskriftinni í gær. Mynd / aegirfc.is
Frá undirskriftinni í gær. Mynd / aegirfc.is

Í gær skrifuðu sjö leikmenn undir samning við knattspyrnufélagið Ægi. Sex þeirra eru ungir Þorlákshafnarbúar og einn Walesverji, Liam Killa, sem lék einmitt með Ægismönnum í sumar.

Heimamennirnir sex eru frá vinstri á myndinni, Arnar Logi Sveinsson, Gerard Athan Madrazo, Sindri Freyr Ágústsson, Axel Örn Sæmundsson, Þorkell Þráinsson og Fannar Haraldur Davíðsson lengst til hægri.

Einnig var framlengdur samningurinn við Alfreð Elías þjálfara Ægis til tveggja ára. Alfreð hefur stýrt liðinu síðastliðin þrjú ár en honum tókst að koma Ægismönnum í 2. deild sumarið 2012 og í sumar hélt Ægir sæti sínu í 2. deild.

Með þessum leikmannasamningum er liðið að horfa til framtíðar og eru miklar vonir bundnar til þessara ungu leikmanna á næstu árum.