Sunnudagskvöldið 29.desember verða ljúfir jólatónleikar í Þorlákskirkju undir nafninu HátíðarHygge. Á tónleikunum, sem eru hluti af tónleikaröðinni Tónar við hafið, verður flutt notaleg jólatónlist í bland við önnur ljúf lög.
Þær Anna Margrét Káradóttir og Ása Berglind Hjálmarsdóttir standa fyrir tónleikunum í ár og mun Anna syngja og Ása spila á píanó, trompet og kassa. Þær verða þó ekki tvær á sviðinu heldur hafa þær fengið til liðs við sig þá Jón Gunnar Biering Margeirsson á gítar og kassa og Vilhjálm Vilhjálmsson sem mun spila á gítar og syngja.
Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er miðaverð 1.500 krónur. Enginn posi á staðnum.