Fannar Yngvi Rafnarson, 15 ára, setti 2 HSK met á laugardag á Áramóti Fjölnis í Grafarvogi. Hann stökk 6,16 m. í langstökki og í 200m hlaupi hljóp hann á 24:05 sekúndum. Einnig bætti Fannar sig líka í 60m hlaupi þar sem hann hljóp á 7,51 sekúndum og var mjög nálægt HSK meti en það er 7,47 sekúndur.
Styrmir Dan, 14 ára og nýkjörinn íþróttamaður Ölfuss, stökk 5,85 m. í langstökki sem er bæting hjá honum innanhús. Einnig stökk hann 1,80 m. í hástökki en var mjög nálægt því að ná 1,85 m.
Sólveig Þóra, 11 ára, stökk 1,30 m. í hástökki og átti góða tilraun við 1,35. Sólveig á best 1,43 m. frá því á Silfurleikunum sem er HSK met.