Lúðrasveit Þorlákshafnar fagnar 30 ára starfsafmæli í ár en sveitin var stofnuð árið 1984 af nokkrum hljóðfæraleikurum í Þorlákshöfn.
Á fundi bæjarstjórnar Ölfuss var ákveðið að gefa sveitinni málmblásturshljóðfærið túbu að verðmæti um 450 þúsund krónum.
„Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með það frábæra starf sem lúðrasveitin og stjórnandi hennar Robert Darling hafa unnið á síðustu 30 árum og þau jákvæðu áhrif sem hún hefur haft í víðum skilningi á sveitarfélagið,“ segir í bókun bæjarstjórnar.