Ég hef aldrei áður komið á stað þar sem tónlist er jafn áberandi og raunin er hérna í Þorlákshöfn. Hérna eru kórar fyrir 6 ára börn og upp í eldri borgara. Allir virðast geta sungið og/eða spilað á hljóðfæri.
Tónlistarskólinn er í grunnskólanum og krakkarnir fá tónlistarlegt uppeldi.
Lúðrasveit Þorlákshafnar er margrómuð og tónlistarsnillingurinn Jónas Sig er auðvitað héðan. Einnig dansarinn og söngvarinn Júlí Heiðar ásamt fleiru hæfileikaríku fólki.
Ein manneskja sem hefur verið áberandi í þessu öllum saman er Ása Berglind Hjálmarsdóttir, tónlistarkona og tónlistarkennari. Tónar og Trix er hópur eldri borgara sem syngur og spilar. Þar er hún forsprakki. Hún er núna er farðast um landið að spila á hjúkrunarhemilum.
Mér finnst það algjörlega magnað því oft gleymum við yngri fólkið því eldra. Hún er einnig að kenna og skapa tónlist með krökkum á öllum aldri.
Svona fólk er gull fyrir svona samfélag og er hún ein af mörgum sem gera Þorlákshöfn að eins góðum stað og hann er.
Fyrir ykkur sem ekki þekkja þá er Ása til hægri á myndinni, Jónas Sig fyrir miðju og Anna Margrét Káradóttir til vinstri. Hef heyrt Önnu syngja og þar er gæðasöngkona sem mun láta vel að sér kveða í framtíðinni.
Kveðja, Benedikt Guðmundsson
íbúi í Þorlákshöfn