Áskorun Benedikts – Dagur 7

hendur_ihofn01Kostir Þorlákshafnar (7/10)

Fyrir þá sem hafa gaman af því að ríða þá er Þorlákshöfn góður kostur til að búa eða heimsækja.

Hérna er mikil hestamenning og hestaáhugi. Aðstaðan er líka ljómandi góð. Hér er flott reiðhöll og reiðvöllur. Hér er hesthúsahverfi ef þú átt hest og svo er líka hestaleiga ef þú vilt komast á hestbak.

Svo er örugglega spennandi að fara á hesti niður á strönd. Annars er mikið af hefðbundnum og óhefðbundnum reiðleiðum bæði í Þorlakshöfn og næsta nágrenni.

Ég er mikið spurður af vinum og kunningjum um kaffihúsið Hendur í Höfn. Fyrir ykkur sem hafið ekki heimsótt þetta frábæra kaffihús þá mæli ég með því að þið gerið það sem allra fyrst. Eftir það munu þið fara þangað reglulega.

Fyrir það fyrsta er það alveg einstaklega glæsilegt. Síðan munu þið kynnast þjónustulund og viðmóti sem þið hafið ekki upplifað áður.

Kveðja, Benedikt Guðmundsson 
íbúi í Þorlákshöfn