Stórtónleikarnir Popphornið sem haldnir voru í Þorlákshöfn í október á Landsmóti sambands íslenskra lúðrasveita verða útvarpaðir í útvarpi allra landsmanna, Rás 2, klukkan 16:05 í dag.
Á tónleikunum fluttu Fjallabræður, 200.000 Naglbítar og Jónas Sigurðsson nokkur af sínum vinsælustu lögum og þeim til aðstoðar voru lúðrasveitir landsins, sem rugluðu saman reitum og mynduðu þrjár stórar lúðrasveitir sem sameinuðu krafta sína með þessum frábæru listamönnum.