Áskorun Benedikts – Dagur 5

sundlaugin-1Kostir Þorlákshafnar (5/10)

Eitt verst geymda leyndarmálið í Þorlákshöfn er sundlaugin. Það eru margir búnir að frétta af þessari nýju og glæsilegu sundlaug og þarna hittir maður margan utanbæjarmanninn. Sérstaklega fólk sem er með ung börn því innilaugin er sniðin fyrir börn og er gríðarlega vinsæl.

benni01Úti eru síðan tvær rennibrautir, vaðlaug og pottar. Þeir sem vilja fara í gufubað geta það að sjálfasögðu.

Sjálfur fer ég í sund 4 sinnum í viku allan ársins hring og finnst stundum íbúar Þorlákshafnar margir hverjir alltof slappir að nota þessa frábæru aðstöðu.

Ekki hika við að koma og kíkja á þessa frábæru aðstöðu. Ég veit að Ragnar Matthías, forstöðumaður, og hans fólk mun taka vel á móti þér. Svo er alltaf klassískt að kaupa hjá honum ís þegar það er komið upp úr.

Kveðja, Benedikt Guðmundsson 
íbúi í Þorlákshöfn