Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga verður fagnað um allt land á morgun, 17. júní, og um leið 70 ára afmæli lýðveldisins.
Þorlákshöfn verður þar engin undantekning og mun frjálsíþróttadeild og körfuknattleiksdeild Þórs sjá um hátíðina þetta árið.
Dagskráin er vegleg að vanda og má sjá hana hér:
Kl. 9:00 Íslenski fáninn dreginn að húni.
Kl. 10:00 Frjálsíþróttamót í léttum dúr á frjálsíþróttavellinum. Allir aldurshópar velkomnir!
Kl. 13:30 Skrúðganga frá Grunnskólanum. Lúðrasveit Þorlákshafnar leiðir gönguna undir stjórn Róberts Darling.
Kl. 14:00 Hátíðardagskrá í Skrúðgarði:
- Lúðrasveit Þorlákshafnar
- Ávarp bæjarfulltrúa
- Hátíðarræða: Edda Laufey Pálsdóttir
- Ávap fjallkonu
- Tónlistaratriði úr heimabyggð: Anna Magga og Ómar Berg
- Afþreying fyrir börn, hestar og fleira.
Kl. 15:00-17:00 Kaffisala í Versölum
- Tónlistar- og dansatriði hefjast kl.15:30
Kl. 17:00 Körfuknattleiksþrautir á planinu við Ráðhúsið