Hljómsveitin Jacobsen sendi frá sér sitt fyrsta lag á dögunum sem ber heitið Dreymir mig? Sveitina eða öllu heldur dúettinn skipa söngvarinn og dansarinn Júlí Heiðar Halldórsson og vinur hans Bjartur Elí Friðþjófsson. Í laginu syngur einnig með þeim söngkonan María Ólafsdóttir.
Jacobsen mun einblína á skandinavískar ábreiður og er Dreymir mig? upphaflega danskt lag frá árinu 2004. „Við ætlum að taka eldri skandinavísk lög sem við fílum og setja þau í nýjan búning. Dreymir mig er gamalt danskt lag með Johnny Deluxe og heitir Drømmer jeg? Segir Júlí Heiðar þegar Hafnarfréttir spurðu hann út í þetta nýja lag.
Hér að neðan má heyra umrætt lag og verður fróðlegt að fylgjast með hvaða lag drengirnir í Jacobsen taka fyrir næst.