Veitingahúsið Meitillinn í Þorlákshöfn færði Grunnskóla Þorlákshafnar spjaldtölvu að gjöf í dag.
Það var vertinn sjálfur, Sigmar Karlsson, sem afhenti tölvuna og óskaði jafnframt eftir því að hún yrði til afnota fyrir börn með annað tungumál en íslensku að móðurmáli.
Þannig vill svo skemmtilega til að kona Sigmars, Guðrún Sigríks, er einmitt umsjónarmaður nýbúakennslu í skólanum og tók hún því við gjöf eiginmanns síns fyrir hönd skólans.
Frábært framtak hjá Meitlinum en tölvan kom að góðum notum strax í næstu kennslustund.