Lagningu ljósveitu lokið í Þorlákshöfn

thorlakshofn01
Mynd: Google Earth

Míla hefur lokið við lagningu ljósveitu í Þorlákshöfn, en verkefnið hófst í ágúst síðastliðnum.

Eftir uppsetningu ljósveitunnar hafa flestallir íbúar Þorlákshafnar möguleika á að tengjast ljósveitunni og fá háhraðatengingu sem gefur internethraða upp á 50-70 Mb/s til heimila og 25 Mb/s frá heimilum.

Til að nálgast þjónustuna skal hafa samband við þjónustuaðila sinn, en ljósveita Mílu er opið aðgangsnet sem öll fjarskiptafélög geta haft aðgang að.

Nánari upplýsingar um ljósveitu má finna á vefsíðunni  www.mila.is