Hollenskt risaskip í Þorlákshöfn

skip01Hollenskt risaskip er nú við Skarfaskersbryggju í Þorlákshöfn en meðfylgjandi mynd tók Vignir Arnarson af ferlíkinu.

Skipið heitir Onego Trader og er eitt stærsta skip sem lagst hefur við bryggju í Þorlákshöfn. Onego Trader er 133 metrar á lengd og 16 metrar á breidd.

Skipið er að lesta vikur úr Þorlákshöfn sem fluttur verður til Hollands.