Þór fær Keflavík í heimsókn

Tommi verður í eldlínunni í kvöld.
Tommi verður í eldlínunni í kvöld.

Í kvöld fer fram þriðji leikur Þórs í Dominos deildinni í körfubolta þegar Keflavík mætir í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn.

Þór hefur unnið einn leik og tapað einum en Keflavík hefur unnið báða sína leiki í deildinni.

Það má fastlega gera ráð fyrir hörku leik í höfninni í kvöld þar sem Þór getur jafnað Keflavík að stigum með sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:15.