Hækkun á gjaldskrá hafnarinnar

löndun_báturHafnarstjórn Ölfus kom saman í gær í fyrsta sinn eftir að fulltrúum stjórnarinnar var fjölgað úr þremur mönnum í fimm.

Meðal efni fundarins var gjaldskrárbreyting hafnarinnar fyrir árið 2015 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við höfnina.

Samþykkt var að gjaldskrárliðir verði hækkaðir að jafnaði um 3,4% frá árinu 2014. Gjaldskránni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

Hér að neðan má sjá vörugjaldskrána fyrir árið 2015 sem samþykkt var á fundi hafnarstjórnar í gær.

  • 1. fl. Gjald hækki í kr. 165,-
  • 2. fl. Gjald hækki í kr. 335,-
  • 3. fl. Gjald hækki í kr. 535,-
  • 4. fl. Gjald hækki í kr. 695,- og lágmarksgjald verði fellt út úr gjaldskránni.
  • 5. fl. Gjald skv. 1. mgr. hækki í 1,5%, gjald af frystum afla fiskiskipa skv. 2. mgr. hækki í 0,55% og gjald af eldisfiski hækki í 0,75%.