Þórsarar sigruðu Tindastólsmenn í miklum háspennu leik í Þorlákshöfn í kvöld, 97-95.
Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda en eftir fyrsta leikhluta var staðan 25-24 Þór í vil. Tindastólsmenn voru ögn beittari í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik 44-48.
Áfram hélt baráttan í þriðja leikhluta en nú voru það heimamenn sem bitu frá sér og komust mest í 8 stiga forskot á Tindastól. Þá tók við þriggjastiga sýning hjá Helga Frey í liði gestanna sem leiddi til þess að Tindastóll komst tveimur stigum yfir. Undir lok leikhlutans jafnaði Emil metin á vítalínunni með tveimur vítum og staðan hníf jöfn 72-72 fyrir lokasprettinn.
Þór byrjaði fjórða leikhlutann af krafti og komust mest í 11 stiga forskot þegar rúmar fimm mínútur lifðu leiks eftir frábæran sprett hjá Tómasi. Þá skeltu gestirnir í lás og náðu að jafna leikinn 91-91 og einungis ein mínúta eftir. Þessi síðasta mínúta einkenndist af mikilli spennu. Það var síðan Grétar sem tryggði liðinu sanngjarnan sigur þegar hann setti niður annað af tveimur vítum sínum þegar 19 sekúndur lifðu leiks og kom Þór í fjögurra stiga forskot. Það voru þó gestirnir sem áttu lokakörfu leiksins en hún dugði ekki til og annar sigur ársins hjá Þórsurum staðreynd.
Grétar átti frábæran leik í kvöld og var allt í öllu. Hann skoraði 20 stig og var með 28 stig í framlag. Tómas var einnig stórgóður en hann var stigahæstur í Þórs-liðinu með 24 stig.
Stigaskor Þórs: Tómas 24 stig, Grétar 20, Sanford 20, Emil setti niður 12, Oddur 9, Þorsteinn 8 og Sovic 4.