Þór fær Tindastól í heimsókn

gretar01Það verður stórleikur í höfninni í kvöld þegar Þór tekur á móti Tindastól í Dominos deildinni í körfubolta.

Þórsarar byrjuðu árið af krafti og unnu góðan sigur á ÍR síðastliðinn mánudag þar sem Vincent Sanford fór á kostum og skoraði 43 stig en leikurinn endaði 101-114 Þórsurum í vil.

Tindastóll hefur átt stórgott tímabil hingað til en þeir hafa einungis tapað tveimur leikjum á tímabilinu og sitja því í 2. sæti deildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er tilvalið að þjófstarta helginni með því að skella sér á körfuboltaleik þetta fína fimmtudagskvöld.