Sveitarfélagið Ölfus og Kópavogsbær hlaut hvatningarverðlaunin Orðsporið 2015 síðastliðinn föstudag fyrir öflugt leikskólastarf í sveitarfélaginu.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Björnslundi í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti. Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri og Ásgerður Eiríksdóttir, leikskólastjóri, tóku við Orðsporinu fyrir hönd Ölfuss.
Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem veitt er þeim sem þykir hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskólastarfs og leikskólabarna. Ákveðið var á síðasta ári að Orðsporið 2015 færi til sveitarfélags eða rekstraraðila sem þætti hafa skarað fram úr í hækka menntunarstig starfsmanna og eða fjölga leikskólakennurum.
Í rökstuðningi valnefndar segir að bæði sveitarfélögin hafi sýnt sveigjanleika þannig að leikskólastarfsmenn hafa getað sinnt námi með vinnu; styrkir hafi verið veittir vegna námskostnaðar og launuð námsleyfi veitt. Í báðum sveitarfélögunum hefur þeim sem stundað hafa og lokið námi í leikskólakennarafræðum fjölgað í kjölfar metnaðarfullrar stefnu og framkvæmdar hennar. Nú eru 20 leikskólastarfsmenn í Kópavogi í námi í leikskólakennarafræðum og í Ölfusi hafa 13 lokið námi í leikskólakennarafræðum frá aldamótum.