Veglegir styrkir til íþrótta- og menningarstarfs frá Hafnarnes/VER

hafnarnes01
Hannes og Þórhildur , eigendur Hafnarnes/VER

Fyrirtækið Hafnarnes/VER boðaði formenn alllra íþróttadeilda í Þorlákshöfn auk leikfélagsins og lúðrasveitarinnar á skrifstofu fyrirtækisins fyrr í kvöld.

Fyrirtækið færði hverri deild fyrir sig veglegan fjárstyrk uppá 100.000 krónur sem ætlaður er í að efla íþrótta- og menningarstarf í sveitarfélaginu.

Frábært framtak hjá fjölskyldunni frá Hrauni og mun þessi styrkur án efa eftir að koma félögunum að góðum notum í þeirra starfi.