ráðhúsiðSamkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands þá hefur íbúum í Ölfusi fækkað um 21  eða um -1,1% frá því árið 2014. Á sama tíma hefur íbúum fjölgað í nágranna sveitarfélögum. Sem dæmi þá fjölgaði íbúum í Árborg um 2,1%(163 íbúa), í Hveragerði um 2,2% (51 íbúa) og í Grindavík um 3,7% (107 íbúa)

Athygli vekur að íbúafjöldi í dreifbýli jókst um 2,2% á milli ára (9 íbúa), fækkunin var því öll í Þorlákshöfn eða um -2%.

Íbúar í dreifbýli Ölfuss eru í dag 425 og hafa þeir aldrei verið fleiri skv. þeim tölum sem hægt er að finna á vef Hagstofu Ísland en þær tölur ná aftur til ársins 1990.  Aftur á móti hafa íbúar í Þorlákshöfn ekki verið færri síðan árið 2006 en í dag eru þeir 1.460 skv. tölum Hagstofu Íslands.