Grétar Ingi valinn í úrvalsliðið

gretar01Grétar Ingi Erlendsson var valinn í úrvalslið seinni umferðar Domino’s deildarinnar í körfubolta.

Grétar Ingi hefur spilað frábærlega fyrir Þórs liðið í undanförnum leikjum og er því vel að þessu kominn. Með honum í úrvalsliðinu eru Pavel Ermolinskij úr KR, Emil Barja úr Haukum, Stefan Aaron Bonneau úr Njarðvík og Darrel Keith Lewis úr Tindastól.

Á föstudaginn hefst úrslitakeppnin hjá Þórsurum þegar þeir sækja Tindastólsmenn heim á Sauðárkrók. Fyrsti heimaleikurinn er á mánudagskvöldið kemur, 23. mars en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit.