Meistaraflokkur Ægis í fótbolta er í óða önn að gera lið sitt klárt fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.
Liðið skrifaði undir samning á dögunum við bandarískan leikmann að nafni Uche Onyeador en hann er fæddur í Nígeríu. Leikmaðurinn kemur til með að styrkja sóknarleik liðsins en hann er sóknar sinnaður miðjumaður og getur einnig leikið sem sóknarmaður.
Ægismenn hafa einnig endurnýjað samninga við nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð. Milos Glogovac mun áfram vera spilandi aðstoðarþjálfari Ægis en eftirfarandi leikmenn endurnýjuðu sína samninga: Andri Sigurðsson, Daníel Rögnvaldsson, Halldór Kristján Baldursson, Liam John Michael Killa, Milan Djurovic, Milos Glogovac, Nenad Stankovic og Sverrir Þór Garðarsson. Andri er á láni en aðrir eru í Ægi.