Ægir semur við Bandaríkjamann og leikmenn endurnýja samninga

Uche-OnyeadorMeistaraflokkur Ægis í fótbolta er í óða önn að gera lið sitt klárt fyrir átökin í 2. deildinni í sumar.

Liðið skrifaði undir samning á dögunum við bandarískan leikmann að nafni Uche Onyeador en hann er fæddur í Nígeríu. Leikmaðurinn kemur til með að styrkja sóknarleik liðsins en hann er sóknar sinnaður miðjumaður og getur einnig leikið sem sóknarmaður.aegir_leikmenn02

Ægismenn hafa einnig endurnýjað samninga við nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð. Milos Glogovac mun áfram vera spilandi aðstoðarþjálfari Ægis en eftirfarandi leikmenn endurnýjuðu sína samninga: Andri Sigurðsson, Daníel Rögnvaldsson, Halldór Kristján Baldursson, Liam John Michael Killa, Milan Djurovic, Milos Glogovac, Nenad Stankovic og Sverrir Þór Garðarsson. Andri er á láni en aðrir eru í Ægi.aegir_leikmenn01