Landsliðsmarkvörður til liðs við Ægi

aegir_leikmenn01
Brentton, Arilíus og Will

Fleiri fréttir berast af meistaraflokki Ægis í fótbolta. Liðið hefur nú gengið frá samningi við markmann að nafni Brentton Muhammad sem er 24 ára gamall, fæddur í London en kemur frá Antigua and Barbuda sem er lítil eyja í Karabíska hafinu.

Undanfarin fjögur ár spilaði Brentton í háskólaboltanum í Bandaríkjunum við góðan orðstýr en þar áður spilaði hann með ýmsum yngri flokka liðum í Englandi.

Einnig hafa Ægismenn gert samning við kunnulegt andlit. Stokkseyringurinn Arilíus Marteinsson snýr aftur í gulu og bláu treyjuna en hann spilaði með Ægi 2012 og 2013 en hann spilaði með Selfossi í mörg ár þar áður.

Fyrr í vetur samdi Ægir einnig við bandaríska sóknarmanninn Will Daniels.

Reikna má fastlega með því að þessir leikmenn komi til með að styrkja hóp Ægis í 2. deildinni í sumar.