Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í hádeginu í dag. Við það tækifæri voru verðlaunaðir þeir einstaklingar sem skáru fram úr í úrvalsdeildunum sem og 1 deildunum í vetur.
Tveir flottir fulltrúar Þorlákshafnar voru verðlaunaðir í dag. Grétar Ingi Erlendsson var valinn í úrvalslið Domino’s deildar karla en hann átti mjög gott tímabil með Þórsurum í vetur. Erlendur Ágúst Stefánsson var valinn besti ungi leikmaður 1. deildar en hann var lykilmaður í liði FSu sem tryggði sér sæti í Domino’s deildinni á næstu leiktíð.