hafnardagar01Framkvæmdanefnd Hafnardaga hefur staðið í ströngu seinustu vikurnar og er dagskrá hátíðarinnar að taka á sig mynd. Dagskráin í ár er mjög fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hér má sjá dagskrána eins og hún lítur út í dag en ennþá eru viðburðir að bætast inn í dagskrána. Allar frekari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.hafnardagar.is. 

Mánudagur 1. júní
Smiðjukvöld
Allir velkomnir í listasmiðju í mjölskemmunni við gömlu bræðsluna. Hægt að búa til skreytingar fyrir götur, hverfi og hátíðarsvæði. Öll fjölskyldan getur unnið saman

Miðvikudagur 3. júní 
11:00 Opnun ljósmyndasýningar við Selvogsbraut. Börn úr Bergheimum syngja við opnun.

17:00-19:00 Sundlaugarpartí fyrir börn á aldrinum 10-13 ára. Leikir, fatasund og tónlist.

Fimmtudagur 4. júní 
18:00 Allir velkomnir að setja kjöt á grillið við Egilsbraut 9. Kippið klappstólum með.

20:00-23:00 Harmonikkuball á „Níunni“, Egilsbraut níu. Allir velkomnir

20:00-23:00 Dagskrá fyrir ungmenni við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Sápurennibraut, sápufótbolti ofl. (athugið aldurstakmark.

Föstudagur 5. júní
11:00 Opnun sumarsýningar Byggðasafns Ölfuss á Bæjarbókasafninu. Konur í Ölfusinu. Sýning af tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt.

19:00 Götugrill í hverfum og klæðnaður í litum hverfanna

20:30 Skrúðganga úr hverfum og út í Reiðhöll Guðmundar

21:00-24:00 Dagskrá í reiðhöllinni.

  • Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri setur Hafnardaga formlega.
  • Tónlistarhópurinn Tónar og Trix flytur nokkur lög
  • Sigurhanna Björg Hjartardóttir syngur nokkur lög
  • Hljómsveitin Hughrif spilar tvö lög
  • Uppistandarinn Ari Eldjárn skemmtir gestum
  • Jarl Sigurgeirsson, trúbador stjórnar brekkusöng
  • Kiwanismenn bjóða upp á humarsúpu.

24:00 Trúbadorakvöld Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Jarl Sigurgeirsson mundar gítarnum í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss.

Laugardagur 6. júní – Sjómannadagurinn

11:00 Sjómannadagsmessa í Þorlákskirkju. Blómsveigur lagður að minnismerki um drukknaða og horfna.

11:00-12:00 Dorgveiðikeppni á Suðurgarði.

13:00 Skemmtisigling

14:00-16:00 Skemmtidagskrá á bryggjunni.
Kappróður, reipitog, koddaslagur, hoppukastalar, klifurveggur, þrautabraut, hlaupabraut í sjónum. Tónlistaratriði auk þess sem Lína Langsokkur kíkir í heimsókn. Markaður við Herjólfshúsið.

15:00-17:00 Sýning byggðasafns Ölfuss opin á bókasafni.

21:30-23:30 Fjölskyldutónleikar með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar í Reiðhöll Guðmundar

23:00 Sjómannadansleikur í umsjón Knattspyrnufélagsins Ægis í Versölum.

Sunnudagur 7. júní – Sjómannadagurinn

14:00 Ástarsaga úr fjöllunum. Leiksýning fyrir börn í Grunnskólanum í Þorlákshöfn

15:00-17:00 Sýning byggðasafns Ölfuss opin á bókasafni.

15:00-17:00 Úrslit í kökukeppninni ógurlegu og kaffihlaðborð Slysavarnarfélagsins Mannbjargar í Versölum.

18:00 Dagskrárlok í Útvarpi Hafnardagar
#hafnardagar2015