Ægir með sigur – Þorkell með sigurmarkið

aegir_leikmenn2015-9
Þorkell skoraði sigurmarkið á 87. mínútu.

Ægismenn heimsóttu í dag Sauðárkrók og spiluðu þar leik við Tindastólsmenn. Ægir sigraði leikinn 1-0 þar sem Þorkell Þráinsson skoraði sigurmarkið á 87 mínútu. Þetta kemur fram á vefsíðunni www.fotbolti.net.

„Fyrri hálfleikur var nánast tíðindalaus en bæði lið voru hálf bitlaus sóknarlega, en það voru heimamenn sem áttu aðal færin.“

„Tindastóll voru nálægt því að komast yfir strax í upphafi seinni hálfleiks þegar Konráð Freyr slapp einn í gegn í dauðafæri, en skot Konráðs fór framhjá.

Það leið ekki á löngu þar til Ægismenn áttu fyrstu alvöru marktilraun sína að marki Tindastóls en skallinn eftir hornspyrnu rataði framhjá markinu.

Þorkell Þráinsson kom Ægismönnum yfir þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum en hann slapp í gegn um vörn Tindastóls og setti boltan í netið.

Fleira gerðist ekki og 1-0 sigur Ægismanna frá Þorlákshöfn staðreynd. Úrslitin þýða að Ægismenn eru komnir í tíunda sæti deildarinnar með sjö stig en Tindastóll sitja í ellefta sæti með þrjú stig.“

Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/news/20-06-2015/umfjollun-thorkell-thrainsson-tryggdi-aegi-sigur-a-tindastoli#ixzz3dcXE7qmv