Ægismenn þurftu að sætta sig við 2-0 tap gegn Aftureldingu í 2. deildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Heimamenn í Mosfellsbæ komust yfir á 18. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik. Á 53. mínútu jók Afturelding muninn og staðan þá orðin 2-0. Ægismenn náðu ekki að skora eftir það og lokatölur leiksins 2-0 Aftureldingu í vil.
Eftir leikinn er Ægir í 10. sæti en liðið á þrjá erfiða leiki í röð í vændum gegn þremur efstu liðum deildarinnar.