Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina. Þorlákshöfn á sína fulltrúa á mótinu eins og vanalega en að þessu sinni eru 9 krakkar úr höfninni sem keppa fyrir lið HSK, samkvæmt þeim upplýsingum sem Hafnarfréttir hafa frá formönnum deildanna í Þorlákshöfn.
Krakkarnir frá Þorlákshöfn keppa í frjálsum íþróttum og mótorkrossi. Arnór Daði Brynjarsson, Artúr Guðnason, Bjarki Óskarsson, Helga Ósk Gunnsteinsdóttir, Marta María Bozovic, Sandra Kilinska Magnúsdóttir, Solveig Þóra Þorsteinsdóttir og Viktor Karl Halldórsson keppa öll í frjálsum en Artúr mun einnig keppa í pílukasti. Gyða Dögg Heiðarsdóttir keppir í mótorkrossi.
Það stefnir allt í metþáttöku á mótið í ár en stærsta mótið til þessa var á Selfossi árið 2012 þegar 2.000 keppendur tóku þátt. „Eins og staðan er í dag stefnir allt í að það met verður slegið en skráningar eru nú þegar orðnar á þriðja þúsund,“ segir Ómar Bragi Stefánsson framkvæmdastjóri mótsins á heimasíðu UMFÍ.