Ægir með tap á móti KV

lidsmynd_aegir2015Í kvöld tók Knattspyrnufélagið Ægir á móti KV á Þorlákshafnarvelli. Fyrir leikinn var KV í fjórða sæti deildarinnar á meðan Ægir hefur átt í erfiðleikum í neðri hluta deildarinnar.

Gestirnir skoruðu fyrsta mark leiksins á 28. mínútu og leiddu leikinn í hálfleik. Í síðari hálfleik skoruðu gestirnir tvö mörk í viðbót en Ægismenn náðu að minnka muninn í uppbótatíma með marki frá Ramon Torrijos Anton.

Eftir leikinn situr Ægir í fallsæti með 11 stig þegar einungis átta umferðir eru eftir. Deildin er mjög þétt í neðri hlutanum en einungis fimm stig munur er á 6. sæti og 11. sæti deildarinnar en Ægir situr einmitt í 11. sæti.