ÆgirÆgismenn gerðu séð ferð á Egilsstaði í dag og spiluðu mjög mikilvægan leik við Hött. Fyrir leikinn var Ægir í fallsæti og því var nauðsynlegt fyrir okkar menn að ná stigum sem og þeir gerðu en leikurinn endaði 0-2 fyrir Ægi.

Leikurinn var markalaus allt þar til á 45 mínútu þegar Ramon Torrijos Anton kom okkar mönnum yfir. Á 64. mínútu bætti Aron Ingi svo við öðru marki fyrir Ægi.

Eftir leikinn eru okkar menn komnir upp úr fallsæti en fallbaráttan verður æsispennandi, þar sem 5-6 lið eru að berjast um að halda sér uppi í deildinni.

 

Það verður því nauðsynlegt fyrir Ægi að sigra næsta leik sem verður á móti Tindastól en bæði lið eru með 17 stig.