Slasaðist á höfði við Hengladalsá á Hellisheiði

bjorgunarsveit01Björgunarsveitir sóttu slasaða konu við Hengladalsá á Hellisheiði í dag. Konan slasaðist á höfði þegar hún féll á göngu við ána.

Björgunarfélag Árborgar og Hjálparsveit skáta í Hveragerði mættu á slysstað og einnig sjúkrabíll frá Selfossi.

Konunni var fylgt niður á Ölkelduhálsveg, þar sem sjúkrabíllinn beið hennar og flutti til aðhlynningar.