Nú eru síðustu forvöð að sjá sumarsýningu Byggðasafns Ölfuss í Gallerí undir stiganum en hún segir frá lífi og starfi kvenna í Ölfusi og Þorlákshöfn, fyrr og nú. Á sýningunni má sjá ýmsa muni úr fórum kvenna, ljósmyndir og fræðslu um konurnar, sumar látnar en lifandi.
Lokadagur sýningarinnar er mánudagurinn 31. ágúst en hún er opin á opnunartíma Bæjarbókasafnsins.
Vert er að vekja athygli á því að opið verður á bókasafninu næstkomandi laugardag, þann 26. ágúst, frá kl. 11:00- til 14:00 og er það síðasta laugardagsopnun sumarsins.